Æðaslit á neðri ganglimum eru mjög algeng og má finna að einhverju marki hjá flestum fullorðinna. Þau valda að jafnaði ekki öðrum óþægindum en útlitslegum.
Æðaslit eru ekki hættuleg og eru ekki merki um undirliggjandi æðasjúkdóm. Hægt er að meðhöndla með sprautum, þá er ertandi efni (aetoxisclerol) oftast í formi
kvoðu sprautað í æðarnar. Búast má við að slitin minnki verulega eftir meðferð en hverfi ekki að fullu.Ekki er óalgengt að einhver viðvarandi litarbreyting
verði á húðinni eftir meðferð.
Meðferðin minnkar ekki líkur á að æðaslit eða æðahnútar myndist síðar.
Meðferð á æðaslitum er ekki greidd af Sjúkratryggingum og kostar hver meðferð 18.000-32.000kr eftir magni efnis sem notað er hverju sinni.