Æðahnútar

Eru a.m.k 3-4mm víðar, hlykkjóttar bláæðar sem liggja grunnt undir húð neðri útlima og sjást þegar fólk stendur
upprétt en hverfa gjarnan þegar lagst er útaf eða fætinum lyft. Æðahnútar eru mjög algengir og má finna hjá allt
að 30% fullorðinna.

Algengasta orsök fyrir æðahnútum er bilun á einstreymislokum í æð sem á upptök sín í nára eða hnésbót. Stundum valda
æðahnútar engum óþægindum öðrum en útlitslegum, hins vegar geta þeir valdið einkennum á borð við verki, þreytu/þyngslatilfinningu,
kláða, litarbreytingum á húð og fótasárum. Slík einkenni geta þó átt sér aðrar orsakir og því ekki hægt að lofa að þau
hverfi að fullu þó æðahnútarnir séu fjarlægðir.

Æðahnútar eru ekki lífshættulegir og hvort ráðlegt er að gera á þeim aðgerð ræðst m.a. af alvarleikagráðu, hversu mikil einkenni eru, aldri og heilsufari sjúklings.
Æðahnútar fellur undir yfirborðsbláæðasjúkdóma. Er þeim jafnan skipt uppí 6 flokka.


Engin tengsl eru milli æðahnúta og sjúkdóma í slagæðum s.s kransæðsjúkdóms eða hálsslagæðaþrenginga.

Áður en ákveðið er hvort og hvernig skuli meðhöndla æðahnúta þarf að gera ómskoðun til að finna undirliggjandi orsök.

Ómskoðun

Í sumum tilfellum er nóg að fjarlægja æðahnútana gegn um nálarstungugöt, sem hægt er að gera í staðdeyfingu en í flestum
tilfellum þarf að laga undirliggjandi orsök. Þá er gerð laser aðgerð sem gerð er að mestu í staðdeyfingu, en yfirleitt
eru jafnframt gefin róandi og verkjastillandi lyf eftir þörfum en í vissum tilfellum er gefin full svæfing.

Ómskoðun

Laseraðgerðum fylgja mun minni óþægindi en hefðbundinni æðahnútaaðgerð, flestir eru orðnir vinnufærir eftir 2-4 daga. Með
eldri aðferðinni var algengt að það tæki 10-14 daga að verða vinnufær. Langtímaárangur af laseraðgerðum er sambærilegur eða
betri en við eftir hefðbundnar aðgerðir. Í flestum tilfellum er hægt að fjarlægja alla æðahnúta, en endurkomutíðni síðar
meir er um 10-20%. Hægt er að meðhöndla æðaslit samtímis með sprautum en árangurinn þar er ekki jafn góður, oftast er aðeins
hægt að minnka þau verulega en meðferðin minnkar ekki líkur á að ný æðaslit myndist síðar.