Eru a.m.k 3-4mm víðar, hlykkjóttar bláæðar sem liggja grunnt undir húð neðri útlima og sjást þegar fólk stendur
upprétt en hverfa gjarnan þegar lagst er útaf eða fætinum lyft. Æðahnútar eru mjög algengir og má finna hjá allt
að 30% fullorðinna.
Algengasta orsök fyrir æðahnútum er bilun á einstreymislokum í æð sem á upptök sín í nára eða hnésbót. Stundum valda
æðahnútar engum óþægindum öðrum en útlitslegum, hins vegar geta þeir valdið einkennum á borð við verki, þreytu/þyngslatilfinningu,
kláða, litarbreytingum á húð og fótasárum. Slík einkenni geta þó átt sér aðrar orsakir og því ekki hægt að lofa að þau
hverfi að fullu þó æðahnútarnir séu fjarlægðir.
Æðahnútar eru ekki lífshættulegir og hvort ráðlegt er að gera á þeim aðgerð ræðst m.a. af alvarleikagráðu, hversu mikil einkenni eru, aldri og heilsufari sjúklings.
Æðahnútar fellur undir yfirborðsbláæðasjúkdóma. Er þeim jafnan skipt uppí 6 flokka.