Það þarf að fasta 6 tíma fyrir aðgerð, þó má drekka tæra vökva t.d. vatn, eplasafa eða svart kaffi þar til 3 klst fyrir aðgerð.
Klukkustund fyrir aðgerð er mælt með að taka parasetamól (t.d. panodil, paratabs) 500 mg, 3 töflur með vatnssopa. Föst lyf á
einnig að taka með vatnssopa.
Að lokinni aðgerð þarf fólk að jafna sig í 1-4 tíma . Ekki er heimilt að keyra eftir aðgerð.
Á aðgerðardagi skal hafa frekar hægt um sig, mest liggja fyrir með hátt undir aðgerðarfæti/fótum. Það má fara á fætur til að sinna
helstu líkamsþörfum. Við verkjum duga lyf á borð við parasetamól og/eða íbúprófen, hvorugt lyfseðilsskylt.
Daginn eftir aðgerð má hreyfa sig, vera á fótum eins og óþægindi leyfa, en æskilegt er að hafa hátt undir fótum þegar fólk hvílir sig.
Vafning má fjarlægja á þriðja degi og fara í sturtu. Ekki þarf að hafa plástra yfir nálarstungugötum. Nota teygjuhólk sem við útvegum,
upp að eða rétt uppfyrir hné að degi til í 10 daga eftir að vafningur er fjarlægður. Flestir finna fyrir óþægindum fyrstu dagana upp í
1-2 vikur en það er mikilvægt engu að síður að vera á fótum og hreyfa sig, engin hætta er því samfara og það skemmir ekki árangur aðgerðar.
Mar kemur alltaf fram og hverfur að mestu á nokkrum vikum, þó getur gulleit slikja verið sýnileg lengur og í undantekningar tilfellum verið varanleg.
Yfirborðsbláæðabólgur koma alloft fyrir og valda þá verkjum/eymslum jafnvel í einhverjar vikur. Sýkingar eru afar óalgengar eftir laser aðgerðir en
koma fyrir í 1-3% tillfella við hefðbundnari aðgerðir. Skaðar á yfirborðsskintaugum koma fyrir í 1-5% tilfella. Oftast veldur þetta tímabundnum dofa
eða verkjum en í undantekningar tilfellum verða einkenni viðvarandi. Djúpir bláæðatappar koma fyrir í minna en 1% tilfella